06
feb

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar 2016

Ágætu umhverfisvinir!


Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð fyrir árið 2016 verður haldinn sunnudaginn 14. febrúar næstkomandi í Safnaskálanum á Görðum (Garðakaffi) á Akranesi og hefst hann kl. 17:00.


Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:
1. Innganga nýrra félaga
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins fyrir árið 2015 lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
5. Tillaga að verkefnum næsta árs.
6. Önnur mál.


Kaffi og meðlæti (eplakaka með rjóma) verður til sölu í Garðakaffi.
Allir áhugasamir um verndun umhverfis, náttúru og lífríkis eru hvattir til að mæta.


Kær kveðja,
Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð