05
feb

Aðalfundur 2015

Ágætu félagar!

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð fyrir árið 2015 verður haldinn föstudaginn 13. febrúar næstkomandi að Ásgarði í Kjós og hefst hann kl. 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

1. Innganga nýrra félaga

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar félagsins fyrir árið 2014 lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði.

4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

5. Tillaga að verkefnum næsta árs.

6. Önnur mál.

Á eftir aðalfundarstörfum verða kaffiveitingar og spjall. Allir áhugasamir um verndun umhverfis, náttúru og lífríkis eru hjartanlega velkomnir.

Rétt er að nefna að á síðasta aðalfundi (fyrir árið 2014) sem haldinn var í nóvember sl. var samþykkt tillaga um breytingu á 7. grein laga félagsins varðandi tímasetningu aðalfundar. Ákveðið var að halda aðalfund hvers árs í febrúar í stað nóvember. Þess vegna er stutt í milli aðalfunda að þessu sinni!

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegt og uppbyggilegt spjall yfir kaffibolla.

Hvalfirði 5. febrúar 2015

Stjórnin