21
nóv

Aðalfundur 2014

Hvalfirði 20. nóvember 2014

Ágætu félagar!

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð fyrir árið 2014 verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi að Kúludalsá, Hvalfjarðarsveit og hefst hann kl. 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

1. Innganga nýrra félaga

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar félagsins lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði.

4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

5. Tillaga að verkefnum næsta árs.

6. Önnur mál.

Lögð verður fyrir aðalfundinn tillaga um breytingu á 7. grein laga félagsins varðandi tímasetningu aðalfundar. Í stað núverandi orðalags: „Aðalfund skal halda árlega, eigi síðar en 15. nóvember, samkvæmt ákvörðun stjórnar“ komi svohljóðandi orðalag: „Aðalfund skal halda árlega, eigi síðar en 15. febrúar, samkvæmt ákvörðun stjórnar.“

Hlökkum til að sjá ykkur.

Með bestu kveðju,

stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð