07
ágú

Svör Norðuráls dragast á langinn

Fyrir skömmu skrifaði Umhverfisvaktin Norðuráli á Grundartanga opið bréf með yfirskriftinni "Álver á heimsmælikvarða?" Í bréfinu er iðjuverið beðið að svara tíu spurningum er varða umhverfismál og senda Umhverfisvaktinni svörin fyrir 1. ágúst 2014.

Norðurál hefur tekið sér frest til að svara opna bréfinu þar til í byrjun september. Seinkunin er sögð vera vegna sumarleyfa. Okkur í Umhverfisvaktinni þykir það miður, einkum í ljósi þess að við vitum að Norðurál er að leita eftir framleiðsluaukningu um þetta leyti, - þrátt fyrir sumarleyfin.

Umhverfisvaktin mun senda svör Norðuráls út um leið og þau berast.