23
maí

Vel heppnað Opið hús

Opna húsið í Garðakaffi þann 20. maí s.l. heppnaðist vel. Gyða Björnsdóttir kynnti meistaraverkefni sitt frá Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Ragnheiður sýndi myndir frá útsleppi mengandi efna frá Grundartanga, þ.e. þeirra efna sem augað og myndavélin greina. Sigurður Sigurðarson flutti pistil um flúor í búfé og hvers vænta má ef efnið mengar fóður og haga búfjár. Í lokin fóru Sigurður og Ómar Ragnarsson á kostum og kölluðu fram bros á hverju andliti eins og vænta má þegar slíkir menn hittast.

gya bjrnsdttir.jpg - 177.46 Kb

sig sig.jpg - 219.33 Kb

hvenaer drepur madur mann.jpg - 256.99 Kb