15
maí

Opið hús 20. maí

Áhugafólk um umhverfismál!
Verðum með opið hús í Garðakaffi á Akranesi nk. þriðjudagskvöld, 20. maí, kl. 20.
Gyða S. Björnsdóttir, nýútskrifuð með meistaragráðu frá umhverfis- og auðlindadafræði við  HÍ, kynnir meistaraverkefni sitt: „Sýnir sauðfé við Hvalfjörð merki um líffræðilegt álag af völdum mengunar?“
Sigurður Sigurðarson dýralæknir fjallar um áhrif flúors á búfénað og les kafla úr 2. bindi ævisögu sinnar sem kemur út í haust, á 75 ára afmæli hans. Gestum gefst tækifæri til að skrá sig á heillaóskaskrá afmælisritsins (Tabula gratulatoria).
Sýndar verða ljósmyndir sem einstaklingar hafa tekið á ýmsum tímum af útsleppi frá verksmiðjusvæðinu á Grundartanga. Þar á meðal er röð af ljósmyndum frá Jónsmessukvöldi í fyrra, teknum af Bergþóru Andrésdóttur á Kiðafelli.
Fyrirspurnir og umræður. Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti á staðnum. Verið velkomin!    

hvenaer drepur madur mann.jpg - 256.99 Kb

Einhverjum duttu í hug fleyg orð Jóns Hreggviðssonar "Hvenær drepur maður mann ...? þegar hann sá þessa mynd.

Ljósm.: Þórarinn Jónsson