04
nóv

Aðalfundur 2013


Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldinn þriðjudagskvöldið 12. nóvember n.k. í Eyrarkoti, Kjós og hefst kl. 20.


Dagskrá fundarins:
1. Innganga nýrra félaga
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
5. Tillaga að verkefnum næsta árs.
6. Önnur mál.


Gestur fundarins verður Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur. Að loknum aðalfundarstörfum mun hann fjalla um niðurstöður rannsókna á áhrifum iðjuvera á þungmálma og brennistein í mosa, og svara fyrirspurnum.
Félagar eru hvattir til að mæta, taka með sér gesti og taka þátt í umræðum um áherslur í starfi komandi árs.
Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Kaffi og meðlæti í fundarhléi.


Hlökkum til að sjá þig.

Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð