09
maí

Viðbrögð við skýrslu Faxaflóahafna

Fréttatilkynning frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna skýrslu Faxaflóahafna um mengunarálag og umhverfisvöktun vegna iðjuveranna á Grundartanga.


Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur lengi reynt að fá iðjuverin á Grundartanga, íslenskar eftirlitsstofnanir og Faxaflóahafnir til viðræðna um stöðu umhverfismála í Hvalfirði, hvar séu hættumerki vegna mengunar og hvernig sé unnt að vakta umhverfið betur.


Umhverfisvaktin fagnar því að Faxaflóahafnir skuli hafa haft frumkvæði að því að skoða mengunarálag frá iðjuverum á Grundartanga, en telur að skýrslu þeirra sé ábótavant í mikilvægum atriðum, til dæmis í samanburði á umhverfi erlendu álveranna tveggja og Norðuráls sem er staðsett í landbúnaðarhéraði. Umhverfisvaktin telur að vegna staðsetningar Norðuráls ætti Umhverfisstofnun að gera strangari kröfur til fyrirtækisins en nú er gert um losun flúors.


Umhverfisvaktin gerir einnig alvarlega athugasemd við álit Faxaflóahafna* um að staða mengunarmála í Hvalfirði sé vel ásættanleg og telur að ekki hafi verið sýnt fram á að svo sé. 


(*Vísað er í kvöldfrétt hjá RÚV þriðjudaginn 7. maí s.l.)