04
apr

Stjórnarfundur 13. 3. 2013

Stjórnarfundur í Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð var haldinn 14. mars 2013 að Kúludalsá og hófst kl. 19:00.

Mættir: Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Edda Andrésdóttir, Gyða S. Björnsdóttir, Bergþóra Andrésdóttir, Daniela Gross og Ingibjörg Jónsdóttir.

Gestir voru Sigurður Sigurðsson og Jakob Kristinsson.

Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu mála varðandi yfirferð þeirra Sigurðar og Jakobs á gögnum vegna flúormengunar í Hvalfirði.

Sigurður greindi frá því að formleg beiðni frá atvinnvegaráðuneyti hefði borist um að gera athugun á gögnum sem fyrir liggja um veikindi hrossa og jafnframt að gera tillögu um hvernig má skoða málið nánar og þá frekari rannsóknir.
Jakob og Sigurður munu setjast niður og gera tillögur til atvinnuvegaráðuneytis um rannsóknaráætlun. Jafnframt gera þeir tillögur um rannsóknir til frambúðar. Þá þarf að svara því hvort hættulegt geti verið að neyta afurða af dýrum sem útsett eru fyrir mengun.
Annað sem rætt var á fundinum er varðveitt í fundargerðabók Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Fundi slitið kl. 21:10.
Ingibjörg ritaði fundargerð.