16
jan

Stjórnarfundur 15. 1. 2013

Fyrsti stjórnarfundur ársins hjá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð var haldinn að Kúludalsá 15. janúar og hófst hann kl. 20:00.

Mætt voru auk Ragnheiðar: Þórarinn og Lísa, Ingibjörg, Guðbjörg, Gyða og Daniela. Edda boðaði forföll vegna veikinda.


1. Ragnheiður greindi frá fundi sem hún ásamt tveimur fulltrúum úr Umhverfisvaktinni átti þann 4. janúar s.l. með fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um veikindi hrossa. Á fundinum var rætt um mælingar á flúori sem þegar hafa verið gerðar, túlkun gagna og framhald mælinga. Í kjölfar fundarins kom upp óvænt staða sem setur málið í nýjan farveg.


2. Rætt var leiðir til að auka rannsóknir á áhrifum flúors á langlífa grasbíta með það að markmiði að dýpka þekkingu á málinu.


3. Rætt var um tengsl við sérfræðinga, m.a. á sviði eiturefna.

4. Rætt var um samskipti við önnur samtök og áhugafólk um náttúrvernd.

Fundi slitið kl. 23:10.