22
okt

Hálendið á tilboði

Vefslóðin hér fyrir neðan vísar á bækling sem gefinn var út af Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins árið 1995. Markaðsskrifstofan var rekin af Iðnaðarráðuneytinu og Landsvirkjun í nokkur ár. Hugmyndasmiðir þessa bæklings skipulögðu útsölu íslenska hálendisins. Lesið endilega kaflann "Environmental Issues"  og takið eftir orðunum "minimum of red tape" í umhverfismálum. Er nokkuð skrítið þó að mengandi stóriðja fái að mæla sína eigin mengun, eftir að hafa verið boðið inn í landið á þessum forsendum? - með ómældum skaða fyrir þjóðina. Ísland var raunverulega sett á útsölu. Landið okkar var falt - fyrir lítið og fyrir hvern sem hirða vildi. Hvenær ætla Íslendingar að standa upp og vera menn til að gæta náttúru landsins, sem þeim var trúað fyrir?


Svo má einnig spyrja hvar hugmyndasmiðir þessa bæklings séu nú,
og hvað þeir séu að bralla.


LOWEST ENERGY PRICES!!
http://blog.pressan.is/larahanna/files/2010/03/Lowest_energy_prices_Iceland.pdf