Stjórnarfundur 10. sept. 2012
Fundur stjórnar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var haldinn á Kúludalsá mánudaginn 10. september 2012, kl. 20.00.
Mættir: Þórarinn Jónsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Daniela Gross, Ingibjörg Jónsdóttir og Gyða S. Björnsdóttir.
1. Kynning á fundi Ragnheiðar með umhverfisráðherra þann 6. september. Ragnheiður greindi einnig frá niðurstöðum nýjustu mælinga á lífsýnum úr hrossum frá Kúludalsá. Mælingarnar voru gerðar á vottuðuðum erlendum rannsóknarstofum.
2. Ragnheiður óskar eftir því að vera leyst frá störfum formanns tímabundið. Þórarinn Jónsson tekur að sér formennsku á meðan.
3. Nauðsyn á mælingum á lífsýnum úr fleiri dýrategundum ræddar. Mælingar sem Ragnheiður hefur látið gera benda til þess að verksmiðjurnar hafi of rúmar heimildir til losunar miðað við stærð þynningarsvæðis.
4. Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð. Stefnt er að því að halda aðalfund félagsins í kringum 1. nóvember. Hugmyndir að opnum málfundi einnig ræddar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 23.10.