Fundur 21. 8. 2012
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hélt fund að Hálsi í Kjós þriðjudaginn 21. ágúst kl. 20.30.
Mættir: Þórarinn Jónsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Daniela Gross og Gyða S. Björnsdóttir.
1. Kvikmyndasýning þann 14. júní að Hjalla í Kjós rædd. Sýnd var myndin Baráttan um landið eftir Helenu Stefánsdóttur. Þuríður Einarsdóttir einn af aðstandendum myndarinnar sagði í stuttu máli frá gerð hennar og svaraði spurningum að henni lokinni. Umræða á milli viðstaddra að sýningu lokinni var mjög áhugaverð og hvetjandi.
2. Ragnheiður greinir frá nýjum mælingum á flúori í lífsýnum og þvagi hrossa sem gerðar voru á vottuðum rannsóknarstofum. Ragnheiður greindi einnig frá tilraunum sínum til að ná eyrum opinberra aðila, t.d. umhverfisráðherra.
3. Dagskrá vetrarins rædd ásamt ýmsum hugmyndum um framhald rannsókna á lífsýnum dýra við fjörðinn.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 23.15.
Ath. Aðrar fundargerðir má finna undir flipanum Um félagið og Fundargerðir