03
maí

Neysluvatn Akurnesinga

Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var boðuð á fund forsvarsmanna Akraneskaupstaðar 2. maí s.l.

Umræðuefnið var neysluvatn Akurnesinga. Athugasemd Umhverfisvaktarinnar frá í haust hefur vakið umræður um hvort ekki sé rétt að mæla mengandi efni í neysluvatninu yfir vetrartímann einnig.

Umhverfisvaktin fagnar því framtaki bæjarstjórnar að hefja skuli mælingar á neysluvatninu yfir leysingatíma á veturna.

Ábendingar Umhverfisvaktarinnar byggjast á haldgóðum rökum. Ákvörðun fundarstjóra var þó sú að þessi rök fengjust hvorki gjörð heyrum kunn né rædd á fundinum.

Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð er fús til samstarfs við forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og þakkar það traust sem félaginu er sýnt.