05
nóv

Aðalfundur

Ágætu félagsmenn!

Fyrsti aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, verður haldinn þriðjudagskvöldið 15. nóvember n.k. í Kaffi Kjós og hefst kl. 20.

Dagskrá:

Innganga nýrra félaga.

Skýrsla stjórnar.

Reikningar félagsins lesnir upp og þeir bornir undir atkvæði.

Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

Tillaga að verkefnum næsta árs.

Önnur mál.

Mikilvægt er að félagar mæti, taki með sér gesti og taki þátt í umræðunni um hvernig til hefur tekist á fyrsta starfsári Umhverfisvaktarinnar, en félagið átti árs afmæli þann 4. nóvember s.l. Einnig þurfum við að ræða áherslur í starfi komandi árs.

Nýir félagar eru boðnir velkomnir.

Heitt verður á könnunni að hætti Kjósverja.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,

stjórnin