04
nóv

Árs afmæli Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð var stofnuð þann 4. nóvember 2010 að Hótel Glym í Hvalfirði.

Fyrsta starfsárið hefur verið annasamt. Vonandi verður svo áfram, meðan þörf er á að taka til hendinni í umhverfismálum.

Stjórnin mun rifja upp starf liðins árs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í Kaffi Kjós nk. þriðjudagskvöld 15. nóvember. Við eigum nokkuð ítarlegt yfirlit yfir starfið hér á vefnum. Smellið á flipann "Um félagið" og á liðinn "Atburðir."

HÚRRA FYRIR AFMÆLISBARNINU, UMHVERFISVAKTINNI VIÐ HVALFJÖRÐ!