13
ágú

Frá stjórn

Sæl öll.

Stjórnarmenn hafa verið á þönum út og suður yfir hásumarið en nú eru flestir komnir til baka. Því miður höfum við tapað Jóhönnu úr stjórn. Við þökkum henni fyrir gott samstarf og söknum hennar. Gyða hefur tekið að sér að vera ritari eins og meðfylgjandi fundargerð ber með sér.

Fundargerð Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Fundur haldinn að Kúludalsá miðvikudaginn 10. ágúst 2011 kl. 20.00.
Mættir: Þórarinn Jónsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Daniela Gross og Gyða S. Björnsdóttir.

1.    Kosning ritara í stjórn. Gyða S. Björnsdóttir tekur það verkefni að sér.

2.    Grundartangi, skipulagsmál, athugasemdir, afgreiðsla, kæra og fl.
Viðbrögð við svari frá Skipulagsnefnd Hvalfjarðarsveitar við athugasemdum Umhverfisvaktarinnar rædd.

3.    Vöktunaráætlun.
Vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga hefur ekki verið afgreidd frá Umhverfisstofnun. Ragnheiður hefur sent fyrirspurn en ekki fengið svör.

4.    Áréttun erindis við Faxaflóahafnir.
Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með að engin svör hafi borist. Ákveðið að senda nýtt erindi.

5.    Dagur íslenskrar náttúru 16. sept. n.k.
Erindi frá umhverfisráðuneytinu lagt fram.

6.    Önnur mál.
a.    Samþykkt að senda ábúendum Melaleitis baráttukveðju.
b.    Erindi Jóhönnu Harðardóttur varðandi malarnám Björgunar í Hvalfirði tekið fyrir. Stjórnin tekur heilshugar undir ábendingu um að fylgjast vandlega með tilhögun malarnáms.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 23.00.