Umhverfishátíð

21. ma 7.jpg - 154.83 Kb

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð gengst fyrir umhverfishátíð sunnudaginn 10. apríl n.k. að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd og hefst hún kl. 14.

Meðal þeirra sem ávarpa gesti hátíðarinnar eru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Ómar Ragnarsson fréttamaður, Gunnar Hersveinn rithöfundur og Sigurbjörn Hjaltason bóndi. KK mun skemmta gestum og heimamenn láta í sér heyra. Listasmiðja verður á staðnum fyrir börnin og kaffi og rjómavöfflur til sölu.

Hlökkum til að sjá ykkur!