29
jan

Aðalfundur 2019

Nú er komið að aðalfundi, en hann verður haldinn laugardaginn 9. febrúar nk.
að Álfagarði (áður Eyrarkoti) í Kjós og hefst kl 13.

Ábúendurnir, Ragnhildur og Lárus, ætla að taka á móti okkur og segja okkur frá starfsemi sinni þar, þegar aðalfundarstörfum lýkur.


Dagskrá aðalfundarins:

1. Skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar og önnur venjuleg aðalfundarstörf

2. Tillaga að verkefnum næsta starfsárs

3. Önnur mál

4. Sagt frá starfsemi Álfagarðs


Við gerum ráð fyrir því að fundurinn í heild standi ekki lengur en til kl. 15.

Kaffi og meðlæti verður í boði.


Hittumst heil.

Kær kveðja,

Stjórnin

31
maí

Nýtt fundarboð aðalfundar 2021

Aðalfundi frestað um viku

 

Aðalfundur

Umhverfisvaktarinnar

við Hvalfjörð 2021

 

sem halda átti miðvikudaginn 2. júní er frestað af óviðráðanlegum ástæðum

til miðvikudagsins 9. júní nk. og hefst hann kl. 16:45.

Fundarstaður er Café Kaja á Akranesi

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Nýjar áherslur í starfsemi Umhverfisvaktarinnar

Kynning frá Ungum umhverfissinnum:

Egill Ö Hermannsson varaformaður þeirra kemur á fundinn

Sagt frá rannsókn á flúorgildum í hrossum sem gerð var við

Landbúnaðarháskóla Íslands

Önnur mál

 

Heitt á könnunni

Allir sem hafa áhuga á verndun náttúru og lífríkis

eru hvattir til að mæta.

Stjórnin

 

26
sep

Klórverksmiðja

Verður klórverksmiðja (natríumklóratverksmiðja) reist á Grundartanga?

Finnska fyrirtækið Kemira hefur sýnt því áhuga að byggja slíka verksmiðju á Íslandi og koma tveir staðir til greina. Annar þeirra er Grundartangi. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að verksmiðjan þurfi ekki að fara í mat vegna umhverfisáhrifa, m.a. vegna þess að mengun af hennar völdum verði lítilvæg miðað við aðra mengun á svæðinu. Í greinargerð Skipulagsstofnunar með úrskurðinum kemur fram að meðal hættulegra efna sem notuð verða við framleiðsluna eru vítissódi, saltsýra.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér úrskurðinn á vef Skipulagsstofnunar. Slóðin er

http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/866/201105032.pdf

Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 24. október 2011.

09
des

Hross á beit á þynningarsvæði

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur ítrekað bent sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á að hrossabeit á þynningarsvæði brennisteins og flúors vegna stóriðjunnar á Grundartanga er óheimil. Hvalfjarðarsveit á landið sem um ræðir. Þrátt fyrir ábendingarnar hefur sveitarstjórn ekki hreyft við þessu máli svo vitað sé. Hrossin eru enn á þynningarsvæðinu. Þarna eru um 20 hross þar af nokkur folöld, en folöld eru viðkvæmari fyrir eiturefnum heldur en fullorðin dýr. 

Myndin sem tekin var 9. des. 2018 talar sínu máli

hross 5

hross 5

23
maí

Aðalfundur 2021

Aðalfundur

Umhverfisvaktarinnar

við Hvalfjörð 2021

 

verður haldinn miðvikudaginn 2. júní í Café Kaju á Akranesi og hefst kl. 16:30.

Dagskrá:

 

Venjuleg aðalfundarstörf

Nýjar áherslur í starfsemi Umhverfisvaktarinnar

Kynning frá Ungum umhverfissinnum,

Egill Ö Hermannsson varaformaður

Sagt frá rannsókn á flúorgildum í hrossum sem gerð var við

Landbúnaðarháskóla Íslands

Önnur mál

 

Heitt á könnunni

Allir sem hafa áhuga á verndun náttúru og lífríkis

   eru hvattir til að mæta.


Stjórnin