13
maí

Athugasemdir við tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð og fjölmargir aðrir aðilar hafa sent inn athugasemdir við tillögu um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga.

Athugasemdirnar eru nú til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd Hvalfjarðarsveitar og verða brátt kynntar sveitarstjórn.

Það er mikið gleðiefni hversu margir hafa brugðist við og andmælt frekari mengun vegna stóriðju við Hvalfjörð. Þess er vænst að tekið verði tillit til andmælanna. Við eigum rétt á hreinu lofti, hreinu vatni og hreinni jörð.

 

10
apr

Umhverfishátíðin okkar

21. ma 7.jpg - 154.83 Kb

Velkomin á umhverfishátíð Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð í dag kl. 14 að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.

06
apr

Umhverfishátíð

21. ma 7.jpg - 154.83 Kb

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð gengst fyrir umhverfishátíð sunnudaginn 10. apríl n.k. að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd og hefst hún kl. 14.

Meðal þeirra sem ávarpa gesti hátíðarinnar eru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Ómar Ragnarsson fréttamaður, Gunnar Hersveinn rithöfundur og Sigurbjörn Hjaltason bóndi. KK mun skemmta gestum og heimamenn láta í sér heyra. Listasmiðja verður á staðnum fyrir börnin og kaffi og rjómavöfflur til sölu.

Hlökkum til að sjá ykkur!