Fundargerð 29.9.2011

Fundargerð Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Fundur haldinn að Hálsi fimmtudaginn 29. september 2011 kl. 20.00.
Mættir: Þórarinn Jónsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Daniela Gross og Gyða S. Björnsdóttir.

1.    Natríumklóratverksmiðja Kemira. Ákvörðun Skipulagsstofnunar varðandi starfsleyfi. Ákveðið að senda út fréttatilkynningu vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að umhverfismat sé óþarft.

2.    Rannsókn námusvæða á botni Hvalfjarðar.
Umhverfisvaktin mun fylgjast með málinu.

3.    Mengunarslys í reykvirki Norðuráls 21. sept. s.l.
Umræða um tilkynningu sem barst eftirá. Sett saman drög að bréfi til Umhverfisstofnunar og Norðuráls þar sem áréttað er að slys séu tilkynnt samstundis svo gera megi ráðstafanir ef á þarf að halda.
 
4.    Flæðigryfja á Grundartanga. Hver er staðan?
Leitað verður upplýsinga hjá starfsmanni Skipulagsstofnunar varðandi staðsetningu flæðigryfju á deiliskipulagi.

5.    Áfrýjun Hvalfjarðarsveitar á máli eigenda Melaleitis vegna mengunar Stjörnugríss, til Hæstaréttar.
Umhverfisvaktin lýsir furðu yfir að Hvalfjarðarsveit skuli taka þá ákvörðun að áfrýja málinu í stað þess að standa með íbúum sem glíma við mengun.

6.    Bréf Sigurbjörns Hjaltasonar: Heilnæmi fóðurframleiðslu Líflands ehf. á Grundartanga. Getur Umhverfisvaktin stutt þetta erindi?
Ákveðið að senda erindi til Matvælastofnunar málinu til stuðnings með sérstaka áherslu á nýlegt mengunarslys hjá Norðuráli.

7.    Umhverfisþing á Selfossi 14. okt. 2011. Kynning.

8.    Boð um að sitja kynningarfund um ríkjaráðstefnu S.Þ. um sjálfbæra þróun.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 22.15.

Fundargerð ritaði Gyða S. Björnsdóttir