Atburðir
21. ágúst 2012. Stjórnarfundur haldinn að Hálsi í Kjós.
14. júní 2012. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð stóð fyrir sýningu á heimildamyndinni Baráttan um landið. Sýningin var á Hjalla í Kjós.
12. maí 2012. Aðalfundur Landverndar. Ragnheiður mætti fyrir hönd Umhverfisvaktarinnar sem hefur nú gengið í Landvernd.
9. maí 2012. Stjórnarfundur með Hjálmari Sveinssyni haldinn að Tjarnargötu 12.
2. maí 2012. Fundur haldinn á vegum bæjarstjórans á Akranesi í stjórnsýsluhúsinu á Akranesi. Fundarefni: Neysluvatnsmál Akranesbæjar.
15. apríl 2012. Stjórnarfundur með Guðmundi Herði Guðmundssyni haldinn að Kúludalsá.
15. febrúar 2012. Stjórnarfundur haldinn með Magnúsi Frey Ólafssyni í húsakynnum BSÍ kl. 15.30.
11. febrúar 2012. Stjórnarfundur haldinn að Kúludalsá.
21. jan. 2012. Stjórnarfundur, haldinn hjá Ragnheiði að Kúludalsá
24. nóv. 2011. Fundur með bæjarráði og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar. Efni: Mælingar á mengandi efnum í vatni Berjadalsár.
15. nóv. 2011. Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, haldinn í Kaffi Kjós.
22. okt. 2011. Stjórnsýslukæra Umhverfisvaktarinnar til Umhverfisráðherra vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar dags. 19. september 2011 um að fyrirhuguð natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
12. okt. 2011. Umhverfisvaktin ályktar um nauðsyn þess að natríumklóratverksmiðja Kemira verði látin sæta mati á umhverfisáhrifum.
12. okt. 2011. Umhverfisvaktin áréttar, að gefnu tilefni, um mikilvægi þess að íbúum í grennd við Grundartanga verði tafarlaust gert viðvart ef mengunarslys verður í iðjuverunum.
29. sept. 2011. Stjórnarfundur haldinn hjá Þórarni.
18. ágúst 2011. Stjórnarfundur haldinn hjá Ragnheiði.
10. ágúst 2011. Stjórnarfundur haldinn hjá Ragnheiði.
16. maí 2011. Sendar athugasemdir frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi á Grundartanga (stækkun iðnaðarsvæðisins). Athugasemdirnar sendar Skúla Lýðssyni byggingafulltrúa, Sverri Jónssyni oddvita og Skipulagsstofnun.
14. apríl 2011. Fundur í UST um athugasemdir Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð við tillögur iðjuveranna á Grundartanga um vöktunaráætlun.
10. apríl 2011. Umhverfishátíðin haldin að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
28. mars 2011. Stjórnarfundur haldinn á Borgarhóli hjá Gyðu. Umhverfishátíðin sem halda á þann 10. apríl undirbúin.
11. mars 2011. Hittum Hjálmar Sveinsson formann stjórnar Faxaflóahafna. Afhentum honum erindi vegna fyrirhugaðrar stækkunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga.
10. mars 2011. Fundur með umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur.
28. febrúar 2011. Stjórnarfundur hjá Ragnheiði. Undirbúinn opinn fundur um umhverfismál þann 10. apríl n.k.
23. febrúar 2011. Grein um umhverfisvöktun í Skessuhorni. R.Þ. skrifar undir fyrir hönd stjórnar.
22. febrúar 2011. Stofnuð síða Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð á Fésbók.
17. febrúar 2011. Þrjú úr stjórn hittust á Café París fyrir fund hjá Faxaflóahöfnum.
17. febrúar 2011. Stjórnarfundur og fundur með Gísla Gíslasyni hafnarstjóra Faxaflóahafna.
17. febrúar 2011. Bréf sent Umhverfisstofnun: „Athugasemdir við tillögu að vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga fyrir árin 2011 til 2020."
17. febrúar 2011. Bréf sent sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar: "Athugasemdir við tillögu um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga."
8. febrúar 2011. Stjórnarfundur hjá Jóhönnu í Hlésey.
18. janúar 2011. Fundur með sveitarstjórn Kjósar. M.a. lagt fram bréf með ósk um fjárstuðning.
18. jan. 2011. Stjórnarfundur hjá Þórarni á Hálsi eftir fund með sveitarstjórn Kjósar.
16. janúar. Fréttatilkynning vegna áskorunar Umhverfisvaktarinnar á UST um að taka ábyrgð á umhverfisrannsóknum vegna iðjuveranna á Grundartanga.
14. janúar 2011. Fundur í UST. Lagt fram bréf dags. 12. jan. 2011: „Mengun frá stóriðju á Grundartanga, endurskoðun á starfsleyfum og vöktunaráætlun. Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð."
14. jan 2011. Stjórnarfundur (haldinn í Rvk.) fyrir fundinn með UST.
4. janúar 2011. Stjórnin heimsótti Elkem Ísland á Grundartanga
4. janúar 2011. Stjórnin heimsótti Norðurál á Grundartanga
4. janúar 2011. Stjórnarfundur fyrir heimsókn á Grundartanga ( hjá Ragnheiði).
18. desember 2010. Bréf til oddvita Hvalfjarðarsveitar vegna fjárstuðnings.
7. desember 2010. Stjórnarfundur og fundur með fulltrúum Faxaflóahafna.
29. nóvember 2010. Fundur með sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar . Stefna félagsins kynnt. Lagt fram bréf með ósk um fjárstuðning vegna uppsetningar vefsíðu.
10. nóvember 2010. Fyrsti stjórnarfundur (hjá Ragnheiði á Kúludalsá).
9. nóvember 2010. Skrifleg áskorun send til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar vegna ásetnings um breytingar á aðalskipulagi til að stækka iðnaðarsvæðið á Grundartanga.
4. nóvember 2010. Félagið stofnað að Hótel Glym í Hvalfirði. Fréttatilkynning send fjölmiðlum.