Stofnanir

Hér verða nefndar nokkrar stofnanir sem sinna mikilvægum þáttum umhverfismála í íslenskri stjórnsýslu.

Umhverfisráðuneytið

Umhverfisráðuneyti er æðsta stofnun íslenskrar stjórnsýslu á sviði umhverfismála. Ráðuneytið fer með mál er varða náttúruvernd, friðlýsingar, dýravernd, veiðistjórn, mengunarvarnir, eiturefnaeftirlit, loftslagsmál, líffræðilega fjölbreytni, skógrækt, landgræðslu, skipulagsmál, landmælingar, byggingarmál, brunavarnir, veðurþjónustu, vatnamælingar, ofanflóð, náttúruvá, umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun svo og fræðslu á sviði umhverfismála.

Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérstökum lögum nr. 90/2002. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Fleiri stofnanir væntanlegar ...